Fín aðsókn fyrstu opnunarhelgina í Oddsskarði

oddsskard skidakrakkar nov13 doNægur snjór er komin í fjöll og skíðastarfið að hefjast eftir sumarfríið. Fyrsta opnunarhelgin í Oddsskarði í vetur var um helgina.

„Snjóalög eru fín eins og er en við viljum alltaf meira," segir Dagfinnur Ómarsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Oddsskarði.

Hann segir skíðasvæðið yfirleitt opna fyrri part nóvembermánaðar. Í byrjun mánaðarins sé nægur snjór fallinn og hægt að gera klárt til að opna.

Hann segir aðsóknina um helgina hafa verið góða. „Það verður vonandi rífandi kraftur og gleði í vetur."

Opið er á milli klukkan 16-19 virka daga í fyrstu lyftu.

Hressir skíðakrakkar í Oddsskarði um helgina. Mynd: Dagfinnur S. Ómarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar