Ylur ehf. endurbyggir 4,6 km Borgarfjarðarvegar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. nóv 2008 23:24 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Vegagerðin ætlar að semja við Yl ehf. um endurbyggingu á 4,6 kílómetra löngum vegkafla á Borgarfjarðarvegi. Nær hann frá Lagarfossvegi að Sandi í Hjaltastaðarþinghá. Innifalið er einnig í verkingu klæðning 900 m löngum kafla á Lagarfossvegi.
Ylur ehf. bauð 74,8 milljónir króna í verkið, en kostnaðaráætlun nam 70,5 milljónum króna. Ísgröfur ehf. á Laugum bauð lægra en uppfylltu ekki sett skilyrði að mati Vegagerðarinnar og því verður gengið til samninga við Yl. Önnur austfirsk fyrirtæki sem buðu voru Héraðsverk ehf. og Jónsmenn ehf. Svo virðist sem þetta tiltekna verk muni sleppa undan niðurskurðarhníf vegaframkvæmda á Austurlandi að sinni.