Yfirorkinn úr Hobbitanum skoðaði Austurland

Ný-sjálenski leikarinn Manu Bennett skoðaði sig um á Austurlandi um nýliðna helgi. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í stórmyndunum um Hobbitann.


Bennett gisti á Egilsstöðum og blandaði meðal annars geði við heimamenn á Kaffi Egilsstöðum á laugardagskvöld þar sem hann virtist sýna þeim sem vildu láta taka mynd af sér með honum þolinmæði. Hann mun annars hafa haft það gott um helgina og skoðað náttúru svæðisins.

Bennett er fæddur í Nýja-Sjálandi árið 1969. Þekktastur er hann fyrir að hafa leikið Azog, leiðtoga orkanna í myndunum þremur um Hobbitann.

Segja má að hann hafi helgað sig leik í myndum og þáttum sem byggja á ævintýrum. Bennett fór með stórt hlutverk, Slade Wilson í fyrstu tveimur þáttaröðunum af bandaríska myndaflokknum Arrow, lék Crixus í Spartacus og leikur Allanon í nýjum þáttum sem nefnast The Shannara Chronicle.

Tvær myndir með Bennett í aðalhlutverki eru væntanlegar á árinu. Death Race 2050 þar sem hann leikur Frankenstein og Besta Test.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.