Vinnuíbúðir fyrir ferðamenn

Fljótsdalshreppur hefur keypt þrjú hús af verktakafyrirtækinu DSD, sem vann að byggingu Fljótsdalsstöðvar. Húsin eru í Hvammseyri og bjuggu verkamenn í þeim á meðan stöðin var byggð. Hluta húsanna stendur til að nýta sem gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. ImageÍ fyrsta lagi kaupir hreppurinn 80 fermetra einbýlishús og 120 fermetra hús, sem nýtt hefur verið sem skrifstofuhúsnæði en einfalt er að breyta í íbúðarhús.

Í öðru lagi kaupir hreppurinn ellefu eininga lengju sem inniheldur 10 herbergi, sem eru 20-30 fermetrar af stærð. Þau eru öll með eldunaraðstöðu. Ein eining er forstofa og þvottaðstaða. Hægt er að skipta lengjunni niður í stakar einingar.

 

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, segir horft til nota á lengjunni og skrifstofuhúsnæðinu fyrir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu í samstarfi við áhugasama aðila. „Vonandi finnast þeir því sveitarfélagið hefur lítinn áhuga á að standa að slíkum rekstri nema til bráðabirgða. Og þá þarf væntanlega einnig að finna þeim nýja stað til lengri dvalar.“

 

Byggingarnar verða afhentar með öllum húsbúnaði ekki síðar en 1. júní, vonandi tilbúin beint í rekstur. Gunnþórunn segir frágang allan vandaðan og ekki annað að sjá en húsin geti víða sómt sér vel enda sé ekki á þeim neitt sérstakt vinnubúðalag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.