Vilja fá Öxi rudda

Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað hafa skorað á Vegagerðina að opna Öxi í ljósi góðs veðurútlits og þess að mun minna fyrirtæki sé að ryðja veginn opinn eftir vegbætur í haust. Vegagerðin segist skilja sjónarmið sveitarfélaganna, en fjallvegurinn tilheyri snjómoksturflokki fjögur og eigi því aðeins að ryðja hann að hausti og vori en ekki á vetrum. Í snjómokstursframlögum til svæðisins í ár sé gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund krónum til moksturs en Vegagerðin hafi þegar varið til þess fimm og hálfri milljón. Það sé á valdi samgönguyfirvalda að breyta snjómokstursreglum fyrir Öxi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.