Vigtunarmaður sakfelldur

Vigtunarmaður á Breiðdalsvík hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar, skjalafals og reglugerð um skráningu og vigtun sjávarafla. Hann var sýknaður af ákæru um brot á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
ImageVið vigtun og skráningu afla úr fjórum löndunum úr bátum Fossvíkur ehf. í fyrrasumar skráði dró hann 5% af vegnum afla vegna áætlaðs íss í stað 3% sem heimilt er. Mismunurinn nam 206 kílóum. Við löndum úr Friðfinni SU-23 þann 10. júlí í fyrra skráði vigtunarmaðurinn hlýra á vigtarnótu sem 603 kg afla sem landað var í stað 63 kg og ranglega skráð lægri þyngd á landaðan steinbít sem því nam.   Auk þess að vera vigtunarmaður starfaði maðurinn hjá útgerðarfyrirtækinu Fossvík sem var dæmt til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa í framhaldi af brotum vigtunarmannsins notið hagnaðar af brotum hans.   Árvökull eftirlitsmaður   Það var eftirlitsmaður Fiskistofu sem kom auga á brotin þegar hann fór yfir aflaskráningar og tók eftir að hlýranum væri ofaukið. Grunur hans reyndist réttur þegar skipstjóri bátsins staðfest að enginn hlýri hefði verið sjáanlegur í ferðinni. Við nánari rannsókn var farið að skoða vigtunarnóturnar.   Neituðu sök   Vigtunarmaðurinn neitaði sök. Um ísinn sagði hann ekki hafa farið á milli mála að mikill ís hefði verið í aflanum og hann haldið það heimilt þegar svo mikið af honum væri í aflanum. Til öryggis hefði hann gert stikkprufur á ís í nokkrum körum. Skráninguna á hlýranum útskýrði hann sem mistök. Hlýri sem bærist að landi væri yfirleitt vigtaður með steinbítnum. Mikið hefði verið að gera þennan dag.   Forsvarsmaður Fossvíkur neitaði sök af hálfu fyrirtækisins og neitaði að hafa þrýst á vigtunarmanninn að skrá hluta af steinbítsaflanum sem hlýra. Hann sagði útgerð bátsins hafa byggst á leigukvóta og hann einungis vera á sjó þegar hann hefði kvóta.   Ís eða ekki?   Eftirlitsmaður Fiskistofu sem var viðstaddur seinustu löndunina sagðist hafa séð ofan í körin í bátnum. Þar hefði hann hvorki séð hlýra né ís. Hann útilokaði samt ekki að ísinn hefði verið bráðnaður. Í samtali við skipstjóra hefði komið fram að hann hefði ekki ætlað að veiða steinbít þennan dag, heldur lagt grunnt og fengið heldur meira af steinbít en hann mætti.   Hann sagði einnig að lítill ís væri tekinn með í stutta túra sem þennan. Fyrir dómi breytti skipstjórinn þeirri sögu. Starfsmenn Fossvíkur sem komu fyrir dóminn staðfestu að ís væri tekinn með í veiðiferðir. Þeir staðfestu einnig að þeir hefðu verið í tímaþröng og að örlítill hlýri hefði verið í steinbítsaflanum.   Deildarstjóri hjá Fiskistofu, sem hlustaði á samtal eftirlitsmannsins og skipstjórans í gegnum síma sagði hann upphaflega hafa sagt að ekki væri tekinn með ís í styttri túra.   Ótrúverðugar útskýringar   Í dómsorði segir að skýringar vigtunarmannsins á því hví þyngd steinbítsaflans á vigtunarnótunni séu röng séu ótrúverðugar. Með vísan til framburðarvitna um að í afla skipsins í umrætt sinn hafi verið 10 trillukör af steinbít þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi ranglega skráð hlýra á vigtunarnótuna. Þannig hafði hann reynt að stuðla að því að hluti af lönduðum steinbít yrði ekki dregin af aflamarki skipsins. Um fyrri hluta ákærunnar segir að ljóst sé að ís hafi verið körunum þegar hann vigtaði. En þar sem hann vann í þágu Fossvíkur þegar hann vigtaði hagnaðist fyrirtækið á brotum hans og var það því greitt til sektargreiðslu.   Vigtunarmaðurinn og Fossvík voru einnig dæmd til að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun, tæpar 800 þúsund krónur.  

{mxc}

"Ræddu þetta á spjallborðinu"

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.