Viðarkyndistöð styrkt
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. júl 2008 13:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Uppsetning viðarkyndistöðvar á Hallormsstað hlaut næst hæsta styrkinn, 2,5 milljónir króna, þegar úthlutað var úr Orkusjóði í vikunni.
Kyndistöðin, sem á
að hita upp grunnskólann á Hallormsstað, er tilraunaverkefni sem Skógráð ehf.
og Skógrækt ríkisins standa daman að. Í rökstuðningi úthlutunarnefndarinnar
segir að það frumherjastarf sem unnið er á Hallormsstað geti skapað markað
fyrir timburafurðir skógarbænda. Í framhaldinu af kyndistöð skólans er gert ráð
fyrir annarri til að hita íbúðarhús á staðnum.
Fjórtán verkefni
hlutu styrk úr sjóðnum.