Skip to main content

Viðar og Vilberg með Leikni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. nóv 2008 15:01Uppfært 08. jan 2016 19:19

Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson  hafa skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni. Drengirnir eru ekki ókunnugir félaginu því Vilberg þjálfaði m.fl.kk. árin 2005-2007 og Viðar m.fl.kvk sama tíma.  Einnig hafa þeir þjálfað yngriflokka félagsins um nokkurra ára skeið.

leiknir.jpg

Viðar og Vilberg taka til starfa 1. janúar og vinna með Páli Guðlaugssyni fyrst í stað. Páll hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá Fjarðabygg/Leikni auk þess sem hann verður annar tveggja þjálfara meistarflokks karla hjá KFF.  Samningur um samstarf félaganna er í burðarliðnum.

Sjá nánar: www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi/