Viðar og Vilberg með Leikni
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. nóv 2008 15:01 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson hafa skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni. Drengirnir eru ekki ókunnugir félaginu því Vilberg þjálfaði m.fl.kk. árin 2005-2007 og Viðar m.fl.kvk sama tíma. Einnig hafa þeir þjálfað yngriflokka félagsins um nokkurra ára skeið.
Viðar og Vilberg taka til starfa 1. janúar og vinna með Páli Guðlaugssyni fyrst í stað. Páll hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá Fjarðabygg/Leikni auk þess sem hann verður annar tveggja þjálfara meistarflokks karla hjá KFF. Samningur um samstarf félaganna er í burðarliðnum.
Sjá nánar: www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi/