Viðar og Vilberg með Leikni

Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson  hafa skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni. Drengirnir eru ekki ókunnugir félaginu því Vilberg þjálfaði m.fl.kk. árin 2005-2007 og Viðar m.fl.kvk sama tíma.  Einnig hafa þeir þjálfað yngriflokka félagsins um nokkurra ára skeið.

leiknir.jpg

Viðar og Vilberg taka til starfa 1. janúar og vinna með Páli Guðlaugssyni fyrst í stað. Páll hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá Fjarðabygg/Leikni auk þess sem hann verður annar tveggja þjálfara meistarflokks karla hjá KFF.  Samningur um samstarf félaganna er í burðarliðnum.

Sjá nánar: www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi/

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.