Skip to main content

VAX með nýtt lag og myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. jún 2008 00:04Uppfært 08. jan 2016 19:18

Hljómsveitin VAX hefur gefið út lagið Coo Coo og nýtt myndband. Bandið er skipað þeim bræðrum Halldóri og Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum, og trommuleikaranum Badda. "Hann er ekki frá Egilsstöðum." segir Villhjálmur í léttum tón. Hann er jafnframt söngvari og gítarleikari VAX. Halldór leikur á orgel og bassa.

Lagið er komið í spilun á nokkrum útvarpsstöðum, og myndbandið hefur einnig fengið talsverða spilun undanfarna daga. Ekki er annað að heyra en að þarna sé ferðinni einn af líklegum sumarslögurum í ár.

 

Hægt er að horfa á myndbandið með því að smella hér.

 VAX heldur úti Myspace síðu www.myspace.com/vaxmusic vax.jpgog heimasíðunni www.vax.is