Vatnavinir með kynningu í Nýheimum

Í dag, mánudaginn 2. febrúar, munu Vatnavinir halda kynningu í ráðstefnusal Nýheima á Höfn klukkan 10:30. Þar mun hópurinn kynna hugmyndir sínar um nýtingu á auðlindinni vatn. Þá verða einnig kynntar hugmyndir sem unnið hefur verið að með ferðaþjónustuaðilum í Hoffelli.

vatn_vefur.jpg

„Fyrir hópnum fer Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður, en Vatnavinir eru einnig hluti af Neista, félagsskaps sem Björk Guðmundsdóttir söngkona hefur staðið fyrir” segir Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls sem stendur fyrir komu Vatnavina.

Að sögn Rósu þá eru Vatnavinir félagsskapur fólks sem vilja vekja athygli á íslenska vatninu sem auðlind hvort sem það er kalt eða heitt. „Við Íslendingar erum svo heppin að eiga nóg af hreinu vatni og fallegri náttúru, en erum við að nýta þessa auðlind sem skildi eða eru til möguleikar sem við höfum ekki komið auga á?” segir Rósa og heldur áfram.  „Aðilar úr Vatnavinum hafa unnið að hönnun og ímyndarsköpun fyrir Bláa Lónið, þá hefur hópurinn kortlagt flest allar náttúrulaugar á Íslandi sem vitað er um, baðstaði, sundlaugar o.fl. Þessi hópur hefur skoðað vel þá möguleika sem svæðið í ríki Vatnajökuls hefur upp á að bjóða, þau eru mikið áhugafólk um baðmenningu og heilsutengda ferðaþjónustu. Eins munum við sjá ýmsar hugmyndir t.d. hvernig hægt er að nota sandinn okkar sem er óþrjótandi auðlind á þessu svæði, sjávarsteina og fleira” segir Rósa að lokum.

Kynningin er öllum opin og hefst eins og áður segir kl.10:30.

(www.rikivatnajokuls.is)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.