Víðar leitað fjár en í íslenska hagkerfinu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. okt 2008 15:57 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Bændur eru nú margir í óða önn að taka fé sitt á hús og velja sláturfé.
Svo var einnig um Geirmund bónda Þorsteinsson á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá, en hann hýsti fé sitt um helgina og skildi villifé af öðrum bæjum frá.
Féð var sumt hið baldnasta og þannig stökk til að mynda einn vígalegur hrútur yfir girðingu sem fis væri og hljóp út í móa. Tíkin Káta elti hann þó uppi og við tóku svo bræðurnir Erlendur og Þorsteinn Steinþórssynir sem drógu hrússa nauðugan á hornunum í hús. Er skimað var yfir fjárhópinn þóttu lömbin óvenju lagðprúð og myndarleg af fjalli.
