Valaskjálf lokað um hátíðarnar

valaskjalf_web.jpgAllt útlit er fyrir að félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum verði lokað um jól og áramót. Ekki hefur enn fundist nýr rekstraraðili að húsinu.

 

Böll á annan í jólum og um áramót í Valaskjálf hafa löngum verið fastur liður í skemmtanalífi Austfirðinga um þetta leyti. Eftir því sem Agl.is kemst næst voru möguleikar skoðaðir að fá rekstraraðila til að sjá um skemmtanir þessa daga.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs, staðfesti í samtali við Agl.is í dag að slíkar hugmyndir hefðu ekki gengið eftir.

„Sveitarfélagið stendur ekki fyrir dansleikjahaldi, hvorki á annan í jólum né aðra daga, og ekki hefur verið óskað eftir því að fá húsið leigt til dansleikjahalds þessa daga.“

Fyrrverandi rekstraraðili fór úr húsnæðinu í byrjun nóvember og í kjölfarið var auglýst eftir nýjum rekstraraðila. Hann hefurekki enn fundist og félagsheimilið verið auglýst að nýju. Björn segir ekki líkur á að niðurstaða fáist í málið fyrr en í byrjun janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.