Valaskjálf lokað um hátíðarnar

valaskjalf_web.jpgAllt útlit er fyrir að félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum verði lokað um jól og áramót. Ekki hefur enn fundist nýr rekstraraðili að húsinu.

 

Böll á annan í jólum og um áramót í Valaskjálf hafa löngum verið fastur liður í skemmtanalífi Austfirðinga um þetta leyti. Eftir því sem Agl.is kemst næst voru möguleikar skoðaðir að fá rekstraraðila til að sjá um skemmtanir þessa daga.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs, staðfesti í samtali við Agl.is í dag að slíkar hugmyndir hefðu ekki gengið eftir.

„Sveitarfélagið stendur ekki fyrir dansleikjahaldi, hvorki á annan í jólum né aðra daga, og ekki hefur verið óskað eftir því að fá húsið leigt til dansleikjahalds þessa daga.“

Fyrrverandi rekstraraðili fór úr húsnæðinu í byrjun nóvember og í kjölfarið var auglýst eftir nýjum rekstraraðila. Hann hefurekki enn fundist og félagsheimilið verið auglýst að nýju. Björn segir ekki líkur á að niðurstaða fáist í málið fyrr en í byrjun janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar