Skip to main content

Uppgjör Alcoa undir væntingum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. okt 2008 17:49Uppfært 08. jan 2016 19:18

Hagnaður Alcoa, móðurfélags Alcoa Fjarðaáls, á þriðja fjórðungi ársins nam 268 milljónum Bandaríkjadala miðað við 555 milljónir á sama tíma í fyrra. Greinendur hefðu gert ráð fyrir rúmlega 150 milljóna meiri hagnaði.

 

Þetta kemur fram í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans. Þar segir að eftirspurn eftir áli í heiminum aukist um 6% en spar fyrirtækisins gerði ráð fyrir 8% aukningu. Í Bandaríkjunum minnkar eftirspurnin um 10% en um 15% í Kína. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, að tíðindin hafi engin áhrif á félagið sem sé í öflugri stöðu og gangi vel.