Skip to main content

Ungliðar björgunarsveitanna á sameiginlegri æfingu í Berufirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. feb 2009 10:03Uppfært 08. jan 2016 19:19

Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.

bjorgun_lindarb_feb09__6_.jpg

Verkefni helgarinnar voru mörg. Til dæmis að síga í kletta, búa um slasaða á börum til flutnings, leita að snjóflóðaýlum og margt fleira.

Í lok dags opnaði Djúpavogshreppur sundlaugina sérstaklega til þess að geta boðið hópnum í sund og um kvöldið var svo slegið upp grillveislu.

Þátttakendur í þessari samæfingu voru alls 64 með umsjónarmönnum. Upphafsmaðurinn að þessari uppákomu var Snjólaug Eyrún Guðmundsson frá Lindarbrekku en hún er umsjónarmaður unglingadeildarinnar Ársólar á Reyðarfirði.

Ljósmynd/Magnús Kristjánsson-www.djupivogur.is