Ungliðar björgunarsveitanna á sameiginlegri æfingu í Berufirði

Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.

bjorgun_lindarb_feb09__6_.jpg

Verkefni helgarinnar voru mörg. Til dæmis að síga í kletta, búa um slasaða á börum til flutnings, leita að snjóflóðaýlum og margt fleira.

Í lok dags opnaði Djúpavogshreppur sundlaugina sérstaklega til þess að geta boðið hópnum í sund og um kvöldið var svo slegið upp grillveislu.

Þátttakendur í þessari samæfingu voru alls 64 með umsjónarmönnum. Upphafsmaðurinn að þessari uppákomu var Snjólaug Eyrún Guðmundsson frá Lindarbrekku en hún er umsjónarmaður unglingadeildarinnar Ársólar á Reyðarfirði.

Ljósmynd/Magnús Kristjánsson-www.djupivogur.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.