Skip to main content

Norðfirðingar undirbúa landsmót harmonikkuunnenda á Reyðarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. mar 2025 16:13Uppfært 18. mar 2025 16:22

Margt fólkið kann vel að meta harmonikkutónlist og sú tónlist reyndar verið að vekja áhuga hjá unga fólkinu sem var ekki mikið raunin áður. Það fólk ætti að taka fyrstu helgina í júlí frá nú þegar því þá verður haldið landsmót Sambands íslenskra harmonikkuunnenda á Reyðarfirði.

Þar verður um 15. landsmót sambandsins að ræða og margt gesta hefur þegar boðað komu sína en það er Félag harmonikkuunnenda í Norðfirði sem hefur veg og vanda af skipulagningu mótsins að þessu sinni. Þar hafa menn lagt mikla vinnu við að að gera mótið eftirminnilegt.

Formaður þess félags er Marta Guðlaug Svavarsdóttir sem segir þegar búið að leggja inn pöntun á gott veður umrædda daga og allir séu guðvelkomnir að taka þátt og vera með.

Allt mótið snýst vitaskuld um harmonikkuleik af öllu tagi og því mun tónlist óma alla dagana og ekki síst á tveimur böllum, hið fyrra á föstudeginum en það síðara lokakvöldið á laugardegi þar sem ekkert verður slegið af stuðinu.

„,Dagskráin verður með hefðbundnu sniði í grunninn, tónleikar og böll en dagskráin verður ítarlegri og við auglýsum það þegar nær dregur en undirbúningur er í fullum gangi nú þegar.“

Nokkrir félagar í Félagi harmonikkuunnenda í Norðfirði munduðu nikkurnar á Hótel Hildibrand þegar þessi mynd var tekin. Mynd Aðsend.