Umhverfislistaverk afhjúpað við Kárahnjúka

Listaverkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur var afhjúpað við Kárahnjúka í seinustu viku. Listaverkið er umhverfislistaverk sem myndar eins konar útsýnispall yfir Kárahnjúkastíflu.

 

ImageÍ miðju verksins er hringform, 7,5 metrar í þvermál, sem táknar stærð aðrennslisganganna. „Hugsunin að baki verkinu er hreyfing vatnsins, hringiða sem myndast þegar vatnið rennur úr lóninu og niður í virkjun,“ sagði Jónína við afhjúpun verksins.
Í verkið eru notaðar steinflísar úr landi Valþjófsstaðar, slípað blágrýti af svæðinu í kring og ál en í það eru greyptar línur úr Völuspá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.