Umhverfislistaverk afhjúpað við Kárahnjúka

Listaverkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur var afhjúpað við Kárahnjúka í seinustu viku. Listaverkið er umhverfislistaverk sem myndar eins konar útsýnispall yfir Kárahnjúkastíflu.

 

ImageÍ miðju verksins er hringform, 7,5 metrar í þvermál, sem táknar stærð aðrennslisganganna. „Hugsunin að baki verkinu er hreyfing vatnsins, hringiða sem myndast þegar vatnið rennur úr lóninu og niður í virkjun,“ sagði Jónína við afhjúpun verksins.
Í verkið eru notaðar steinflísar úr landi Valþjófsstaðar, slípað blágrýti af svæðinu í kring og ál en í það eru greyptar línur úr Völuspá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar