Tveir Austfirðingar með útskriftartónleika

ingolfur_magnusson.jpgAustfirðingarnir Ingólfur Magnússon og Þórunn Gréta Sigurðardóttir héldu útskriftartónleika sína sem tónskáld frá Listaháskóla Íslands um helgina.

 

Þórunn Gréta lauk námi í tónsmíðum en Ingólfur í kvikmyndatónlist. Tónleikarnir voru haldnir í Neskirkju í Reykjavík. Frumflutt var þar verk Þórunnar Grétu, „Er – fyrir hljómsveit í þremur þáttum“ og verk Ingólfs „Þrumustingur – fyrir hljómsveit og þrjá slagverksleikara.“

Tryggvi M. Baldvinsson var stjórnandi á tónleikunum. Jón Guðmundsson, sem lengi var tónlistarkennari á Egilsstöðum og Gillian Hayworth, tónlistarkennari á Reyðarfirði spiluðu í hljómsveitinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.