Tveir Austfirðingar með útskriftartónleika

ingolfur_magnusson.jpgAustfirðingarnir Ingólfur Magnússon og Þórunn Gréta Sigurðardóttir héldu útskriftartónleika sína sem tónskáld frá Listaháskóla Íslands um helgina.

 

Þórunn Gréta lauk námi í tónsmíðum en Ingólfur í kvikmyndatónlist. Tónleikarnir voru haldnir í Neskirkju í Reykjavík. Frumflutt var þar verk Þórunnar Grétu, „Er – fyrir hljómsveit í þremur þáttum“ og verk Ingólfs „Þrumustingur – fyrir hljómsveit og þrjá slagverksleikara.“

Tryggvi M. Baldvinsson var stjórnandi á tónleikunum. Jón Guðmundsson, sem lengi var tónlistarkennari á Egilsstöðum og Gillian Hayworth, tónlistarkennari á Reyðarfirði spiluðu í hljómsveitinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar