Tromsö er París norðursins: Myndband

dani_myndband.jpg
„Aðalástæðan fyrir að við ákváðum að við ákváðum að koma hingað er sú að þetta er París norðursins. Þetta er naflinn í artískum rannsóknum,“ segir líffræðingurinn Hálfdán Helgi Helgason sem fram kemur í myndbandi sem keppir til verðlauna í stuttmyndakeppni á vegum Norðurlandaráðs.

Hálfdán, sem er frá Eskifirði, er fulltrúi Íslands í myndbandinu en þar er rætt við háskólanemum frá öllum Norðurlöndunum sem eiga það sameiginlegt að hafa lært í Tromsö. Hálfdán fór þangað fyrir nokkrum árum í framhaldsnám í líffræði, ásamt konu sinni Elínborgu Pálsdóttur af Jökuldal og hafa þau unað hag sínum þar vel.

Annar höfunda myndbandsins „Nordics in the Nordic“ er Ísfirðingur, Haukur Sigurðsson en það keppir í stuttmyndakeppni Halló Norðurlanda. Dómnefnd hefur valið úr tíu stuttmyndir og nú er það áhorfenda að gera upp á milli þeirra. Sú mynd sem flestum líkar við hlýtur vegleg verðlaun en netkosningunni lýkur á miðnætti að finnskum tíma 28. október.

Í keppninni eru myndir þar sem fjallað er um að stunda nám eða vinna í öðru eða fleirum af þeim ríkjum sem taka þátt í norrænu ríkjunum. Myndböndunum er ætlað að vekja áhuga á því að ferðast á milli Norðurlanda. Tilkynnt verður um vinningshafann 29. október við upphaf Norðurlandaráðsþingsins í Helsinki.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.