Tromsö er París norðursins: Myndband

dani_myndband.jpg
„Aðalástæðan fyrir að við ákváðum að við ákváðum að koma hingað er sú að þetta er París norðursins. Þetta er naflinn í artískum rannsóknum,“ segir líffræðingurinn Hálfdán Helgi Helgason sem fram kemur í myndbandi sem keppir til verðlauna í stuttmyndakeppni á vegum Norðurlandaráðs.

Hálfdán, sem er frá Eskifirði, er fulltrúi Íslands í myndbandinu en þar er rætt við háskólanemum frá öllum Norðurlöndunum sem eiga það sameiginlegt að hafa lært í Tromsö. Hálfdán fór þangað fyrir nokkrum árum í framhaldsnám í líffræði, ásamt konu sinni Elínborgu Pálsdóttur af Jökuldal og hafa þau unað hag sínum þar vel.

Annar höfunda myndbandsins „Nordics in the Nordic“ er Ísfirðingur, Haukur Sigurðsson en það keppir í stuttmyndakeppni Halló Norðurlanda. Dómnefnd hefur valið úr tíu stuttmyndir og nú er það áhorfenda að gera upp á milli þeirra. Sú mynd sem flestum líkar við hlýtur vegleg verðlaun en netkosningunni lýkur á miðnætti að finnskum tíma 28. október.

Í keppninni eru myndir þar sem fjallað er um að stunda nám eða vinna í öðru eða fleirum af þeim ríkjum sem taka þátt í norrænu ríkjunum. Myndböndunum er ætlað að vekja áhuga á því að ferðast á milli Norðurlanda. Tilkynnt verður um vinningshafann 29. október við upphaf Norðurlandaráðsþingsins í Helsinki.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar