Skip to main content

Trommari Kaleo austur strax eftir stórtónleikana

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. júl 2025 14:36Uppfært 28. júl 2025 14:38

Davíð Antonsson Crivello, trommari rokkhljómsveitarinnar Kaleo, kemur fram á tónleikum á Tehúsinu í kvöld. Hann spilar þar með hljómsveitinni „Bear the Ant“ sem hann sinnir til hliðar við Kaleo.


Kaleo hélt á laugardag fyrstu tónleika sína á Íslandi í áratug í Vaglaskógi. Um var að ræða stórviðburð sem dró að sér um sjö þúsund manns. Reyndar má allt eins tala um tónlistarhátíð því fleiri tónlistarmenn komu fram í skóginum, meðal annars Bear the Ant.

Sveitin var stofnuð árið 2022 af Davíð og Birni Óla Harðarsyni. Fyrstu lög þeirra náðu góðri spilun á útvarpsstöðinni X-977. Hjálmar Carl Guðnason bættist síðar við en þeir vinna að gerð breiðskífu sem á að koma út síðar á þessu ári.

Með þeim í kvöld verður heimamaður, Ívar Klausen, á gítar. Davíð á reyndar sterkar tengingar austur þar sem hann er að hluta alinn upp á Egilsstöðum.