Trjálífinu lýkur

trjalif.jpg

Um helgina lýkur sýningu Handverks og hönnunar Trjálíf að Skriðuklaustri. Á sýningunni er fólk og dýr úr tré eftir átta íslenska handverksmenn. Sýningin hefur vakið mikla athygli bæði meðal barna og fullorðinna. Sumir munanna hafa hvergi verið sýndir áður þannig að hér gefst Austfirðingum einstakt tækifæri til að skoða íslenskt handverk eins og það gerist best. Munirnir eru allt frá eins sentímetra háum ísbjarnarhúnum upp í 130 cm háa kerlingu að norðan og allt þar á milli. Sýningin verður opin laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. apríl frá 13 – 17 báða dagana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.