Skip to main content

Útilistaverk í Gleðivík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. feb 2009 16:40Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Oddviti, sveitarstjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps sátu óformlegan fund með Sigurði í byrjun mánaðarins, þar sem þokað var áfram hugmynd þessa efnis.Var sveitarstjóra veitt heimild til að vinna að fjármögnun verksins, og gert verður ráð fyrir framlögum bæði úr hafnar- og sveitarsjóði, auk þess sem leitað verður eftir opinberu fjármagni. Honum einnig falið að leita til fyrirtækja og einstaklinga bæði heimamanna og brottfluttra í því skyni að ná endum saman vegna fyrirsjáanlegs kostnaður við verkið, sem þykir hið áhugaverðasta.