Útilistaverk í Gleðivík

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Oddviti, sveitarstjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps sátu óformlegan fund með Sigurði í byrjun mánaðarins, þar sem þokað var áfram hugmynd þessa efnis.Var sveitarstjóra veitt heimild til að vinna að fjármögnun verksins, og gert verður ráð fyrir framlögum bæði úr hafnar- og sveitarsjóði, auk þess sem leitað verður eftir opinberu fjármagni. Honum einnig falið að leita til fyrirtækja og einstaklinga bæði heimamanna og brottfluttra í því skyni að ná endum saman vegna fyrirsjáanlegs kostnaður við verkið, sem þykir hið áhugaverðasta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.