Skip to main content

Sveinbjörn ekki farinn til Grindavíkur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. des 2008 12:18Uppfært 08. jan 2016 19:19

Ekki hefur verið gengið frá kaupum úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu á Sveinbirni Jónassyni, framherja Fjarðabyggðar eins og fullyrt var í Morgunblaðinu í morgun.

 

ImageBjarni Ólafur Birkisson, stjórnarformaður KFF, sagði í samtali við Austurgluggann að fréttin, um að leikmaðurinn hefði skrifaði undir samning við UMFG, væri úr lausu lofti gripin. „Starfsmenn Morgunblaðsins vita meira en við.“
Hann staðfesti að viðræður hefði verið í gangi við Grindavík sem ekkert hefði komið út úr og að fleiri lið hefðu sýnt Sveinbirni áhuga. Sveinbjörn er í námi í Reykjavík og hefur í haust æft með Fjölni, Val, Grindavík og Þrótti samningur hans við KFF gildir út árið 2009. Sveinbjörn kom til Fjarðabyggðar fyrir seinasta tímabil og varð markahæsti maður liðsins með sextán mörk.

Samningar endurnýjaðir

Markvörðurinn Srdjan Rajkovic framlengdi nýverið samning sinn við KFF um eitt ár. Hann hefur síðastliðin tvö sumur þótt einn besti markvörður 1. deildarinnar og sýnt áhuga á að leika í úrvalsdeildinni en af því verður að minnsta kosti ekki næsta sumar. Bakvörðurinn Ingi Steinn Freysteinsson, sem þrátt fyrir að vera bara 22ja ára hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Fjarðabyggð, framlengdi samning sinn til tveggja ára.

Víðtækt samstarf KFF og Leiknis

Þá voru í vikunni undirritaðir samningar milli Leiknis og Fjarðabyggðar um samstarfs á rekstri meistaraflokks kvenna og samstarf um æfingar meistaraflokks og 2. flokks karla í vetur. Páll Guðlaugsson, knattspyrnustjóri Fjarðabyggðar, verður yfir æfingunum en Heimir Þorsteinsson, þjálfari KFF og Vilberg Marinó Jónasson og Viðar Jónsson, þjálfarar Leiknis, verða honum til aðstoðar. Þá undirrituðu fulltrúar Þróttar, Austra, Leiknis, Súlunnar og Fjarðabyggðar samning um rekstur 2. flokks drengja en sá flokkur á að taka þátt í Íslandsmóti næsta sumar.