Strandmenning og vitar á Austurlandi

Málþingið Strandmenning og vitar á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð á Norðfirði næstkomandi laugardag á milli kl. 12:15 og 16:00. Þar um Sigurbjörg Árnadóttir frá Vitafélagi Íslands fjalla almennt um vita og hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hvernig. Kristján Sveinsson hjá Siglingamálastofnun fjallar um vitasögu Austfjarða og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur um strandminjar á Austfjörðum. Þá ræðir Hörður Sigurbjarnarson frá Norðursiglingu á Húsavík um afþreyingu á sjó. Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsið á Norðfirði og í kaffi í nýja kaffihúsið Frú Lúlú.

Málþingið er ókeypis og öllum opið.

viti.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.