Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. des 2008 17:13 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.