Snjóflóðasýning í Blúskjallaranum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. júl 2008 12:40 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Jón Hilmar Kárason í Neskaupstað vinnur að sýningu um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974. Hann kynnir verkefnið á Blúskjallaranum í kvöld.
Í kvöld verða til sýnis myndir frá flóðunum og sýning þeim tengd, með blaðaúrklippum og fleirum. Einnig verða myndir eftir Eskfirðingana Atla Helgason og Helga Garðarsson úr Norðfirði. Jón Hilmar spilar ásamt blásturshljóðfæraleikaranum Einari Braga Bragasyni nokkur lög. Meðal annars verður frumflutt endurútgáfa af snjóflóðalagi Guðmundar Solheim sem kom út á Nesrokk plötunni árið 1996.
Dagskráin byrjar klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Dagskráin byrjar klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur.