Skip to main content

Sýnir portrett af félögum í Ungblind

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. feb 2009 11:36Uppfært 08. jan 2016 19:19

Björn M. Sigurjónsson portrettlistamaður sýnir níu andlitsmyndir af félögum í Ungblind á efri hæð Sláturhússins á Egilsstöðum 7. mars næstkomandi. Ungblind er félagsskapur blindra og sjónskertra ungmenna.

Sýningin fjallar um hóp einstaklinga sem búa í sameiginlegum aðgreindum heimi. Verkefnið á að draga athygli hinna sjáandi að því hve háðir þeir eru spegilmynd sinni og ímynd. Einstaklingarnir í sýningunni sjá ekki spegilmynd sína og eru því óháðir henni. Hópurinn hefur sitt eigið tungumál, eigin skynjun og eigin veröld. Þetta má kalla paratópíu eða heterótópíu, samhliða veröld.
Sýningin stendur yfir til 15. mars, opið frá 16-18.
Þetta er 7. einkasýning Björns frá árinu 2006 en hann hefur eingöngu fengist við portrettmyndir í sýningum sínum.

Fyrri sýningar:

Lífsýni, Gallerí Gel 2006


Skrásetning kynslóðar, ungskáld Nýhils 2006, Borgarbókasafn


Konur með doktorspróf, 2007, Mokka


Akademónar, 2007, Hoffmansgallerí,


Borgarstjórar 2008, Ráðhús Reykjavíkur


Ungblind 2008, Gerðuberg