Snarpar hviður í Öræfasveit
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. jan 2009 08:19 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á morgun verður norðlæg átt, 5-10 m/s á morgun en heldur hvassari á Vestfjörðum. Skúrir verða sunnantil, en él fyrir norðan og búast má við kólnandi veðri.