Skotsvæði í landi Þuríðarstaða
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. okt 2008 22:34 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Lögð hafa verið fram drög að samningi við Skotveiðifélag Austurlands vegna afnota af landi og uppbyggingar skotsvæðis í landi Þuríðarstaða á Eyvindarárdal. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn hugmyndinni.
Bæjarstjórn hefur lagt blessun sína yfir að breyting á aðalskiplagi
verði send til Skipulagsstofnunar. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn
svæðinu því þeir telji það hafa áhrif á hugsanlegt vatnsöflunarsvæði
fyrir neysluvatn þéttbýlisins við Lagarfljót. Þeir hafa einnig bent á
takmarkanir og skilyrði sem starfsemi skotæfingasvæðisins eru sett
vegna staðsetningarinnar auk þess sem hún takmarki landnotkun bænda á
svæðinu. Þeir gerðu sendu inn athugasemdir þegar auglýst var eftir þeim
í fyrra.
Fulltrúar meirihlutans hafa bent á að skotsvæðið sé ekki á fyrirhugðu brunn- og tökusvæði en við veitingu starfsleyfis verði ábendingum Heilbrigðiseftirlits Austurlands, um nauðsynlegar öryggisráðstafanir, fylgt til fullnustu.
Á skotsvæðinu er gert ráð fyrir riffilbrautum, „skeetvelli“ fyrir haglabyssur, klúbbhús og skothús.
Fulltrúar meirihlutans hafa bent á að skotsvæðið sé ekki á fyrirhugðu brunn- og tökusvæði en við veitingu starfsleyfis verði ábendingum Heilbrigðiseftirlits Austurlands, um nauðsynlegar öryggisráðstafanir, fylgt til fullnustu.
Á skotsvæðinu er gert ráð fyrir riffilbrautum, „skeetvelli“ fyrir haglabyssur, klúbbhús og skothús.