Skiptum á búi Hetjunnar lokið
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. ágú 2008 17:33 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Skiptum á búi Lagarfells ehf., rekstrarfélags veitinga- og skemmtistaðarins Hetjunnar í Fellabæ, er lokið. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 25,2 milljónum króna.
Ekki fundust eignir í búinu utan lausafjár en andvirði þess dugði ekki til greiðslu krafna umfram skiptakostnað, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Austurlands í nóvember.