Skógardagurinn mikli um helgina

Hinn árlegi Skógardagur sem nefndur hefur verið hinn mikli, verður haldinn að venju í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi nú um helgina, þar sem allir eru velkomnir að njóta skemmtunar í skóginum. skogardagurinn_mikli_2009_thorhalf.jpgNú verður sú nýbreytni tekinn upp að hefja Skógardaginn mikla á föstudagskveldinu 25. júní með því að sauðfjárbændur grilla lambakjöt ofan í gesti og gangandi kl. 20:00 í Mörkinni. Dagskrá laugardagsins 26. júní er nokkuð hefðbundin en þar má m.a. finna:
Skógarhlaup 14 km ræsing í Mörkinni kl. 12:00. Fjölskylduhlaup 4 km ræsing í Mörkinni kl 12:30. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 með Íslandsmóti í skógarhöggi. Heilgrillað Egilsstaðanaut borið fram af skógarbændum. Pylsur í hundraðavís. Lummur og ketilkaffi. Sumardrykkir í boði MS. Skógarþrautir. Pjakkur og Petra skemmta ungviðinu. Kötturinn Klói mætir á svæðið
Hinn eini sanni Freyr Eyjólfsson skemmtir á sviðinu og Ásgrímur Ingi stjórnar samkomunni á borgfiska vísu.
 

 

Að deginum standa Félag skógarbænda á Austurlandi, Barri, Héraðs-og Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins með stuðningi styrktaraðila.   Allir hjartanlega velkomnir að eyða góðri kveldstund og dagstund í skóginum. Frítt verður á tjaldstæðin í Hallormsstaðaskógi aðfaranótt laugardagsins 26. júní.  

 

Skógarhlaup:        Skógardagurinn mikli þann 26. júní hefst með ræsingu í Skógarhlaupið sem er 14 km hlaup í Hallormsstaðaskógi. Hlaupið byrjar í Trjásafninu skamt innan við byggðina, skráning á staðnum og ræsing kl. 12:00. Hlaupið er á mjúkum skógarstígum í frábæru umhverfi skógarins.
Einnig er boðið upp á 4 km fjölskylduhlaup með ræsingu kl. 12:30. Verðlaun eru einstakir útskornir gripir úr íslensku birki.


 

Tengiliðsupplýsingar:
Framkvæmdastjóri dagsins er Edda Kr. Björnsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 860-2928.    Upplýsingar um skógarhlaupið gefur Þór Þorfinnsson í síma 470-2072
Umsjónarmaður Íslandsmóts í skógarhöggi er Skúli Björnsson og tekur hann við skráningum og gefur upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 899-4371
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.