Skógardagurinn mikli um helgina

Hinn árlegi Skógardagur sem nefndur hefur verið hinn mikli, verður haldinn að venju í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi nú um helgina, þar sem allir eru velkomnir að njóta skemmtunar í skóginum. skogardagurinn_mikli_2009_thorhalf.jpgNú verður sú nýbreytni tekinn upp að hefja Skógardaginn mikla á föstudagskveldinu 25. júní með því að sauðfjárbændur grilla lambakjöt ofan í gesti og gangandi kl. 20:00 í Mörkinni. Dagskrá laugardagsins 26. júní er nokkuð hefðbundin en þar má m.a. finna:
Skógarhlaup 14 km ræsing í Mörkinni kl. 12:00. Fjölskylduhlaup 4 km ræsing í Mörkinni kl 12:30. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 með Íslandsmóti í skógarhöggi. Heilgrillað Egilsstaðanaut borið fram af skógarbændum. Pylsur í hundraðavís. Lummur og ketilkaffi. Sumardrykkir í boði MS. Skógarþrautir. Pjakkur og Petra skemmta ungviðinu. Kötturinn Klói mætir á svæðið
Hinn eini sanni Freyr Eyjólfsson skemmtir á sviðinu og Ásgrímur Ingi stjórnar samkomunni á borgfiska vísu.
 

 

Að deginum standa Félag skógarbænda á Austurlandi, Barri, Héraðs-og Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins með stuðningi styrktaraðila.   Allir hjartanlega velkomnir að eyða góðri kveldstund og dagstund í skóginum. Frítt verður á tjaldstæðin í Hallormsstaðaskógi aðfaranótt laugardagsins 26. júní.  

 

Skógarhlaup:        Skógardagurinn mikli þann 26. júní hefst með ræsingu í Skógarhlaupið sem er 14 km hlaup í Hallormsstaðaskógi. Hlaupið byrjar í Trjásafninu skamt innan við byggðina, skráning á staðnum og ræsing kl. 12:00. Hlaupið er á mjúkum skógarstígum í frábæru umhverfi skógarins.
Einnig er boðið upp á 4 km fjölskylduhlaup með ræsingu kl. 12:30. Verðlaun eru einstakir útskornir gripir úr íslensku birki.


 

Tengiliðsupplýsingar:
Framkvæmdastjóri dagsins er Edda Kr. Björnsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 860-2928.    Upplýsingar um skógarhlaupið gefur Þór Þorfinnsson í síma 470-2072
Umsjónarmaður Íslandsmóts í skógarhöggi er Skúli Björnsson og tekur hann við skráningum og gefur upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 899-4371
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar