Óskar Þór býður sig fram í Fjarðabyggð

Óskar Þór Hallgrímsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í 3. – 6. sæti á lista flokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

 

ImageÓskar er einnig formaður  Sjálfstæðisfélags Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og situr í hafnarnefnd flokksins. Hann er 39 ára gamall tollvörður, hefur lokið skipstjórnarnámi og starfaði við sjómennsku í tólf ár.

Valið verður á listann með póstkosningu meðal flokksmanna í Fjarðabyggð í febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.