Óskar Þór býður sig fram í Fjarðabyggð

Óskar Þór Hallgrímsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í 3. – 6. sæti á lista flokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

 

ImageÓskar er einnig formaður  Sjálfstæðisfélags Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og situr í hafnarnefnd flokksins. Hann er 39 ára gamall tollvörður, hefur lokið skipstjórnarnámi og starfaði við sjómennsku í tólf ár.

Valið verður á listann með póstkosningu meðal flokksmanna í Fjarðabyggð í febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar