Sjálfstæðismenn harma vinnubrögð vegna bæjarskrifstofu

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sendu skömmu fyrir jól frá sér bókun um lokun á bæjarskrifstofum á Norðfirði: ,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þau vinnubrögð sem höfð hafa verið við úrlausn málefnis bæjarskrifstofunnar í Neskaupstað.  Þrátt fyrir að hafa talað fyrir hagræðingu í yfirstjórn sveitarfélagsins, og viljað ganga lengst í þeim efnum, var það okkar tillaga að starfsfólk í Neskaupstað fengi aðstöðu í gamla bókasafninu, í störfum sínum fyrir sveitarfélagið. ...

Vinnubrögð meirihlutans og aðdragandi lokunarinnar er með þeim hætti að við getum ekki stutt lokaafgreiðslu málsins, og veljum því að sitja hjá.

 

Sign:

Valdimar O. Hermannsson

Jens Garðar Helgason

Sævar Guðjónsson

  (Þannig lagt fram á 64. Fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, mánudaginn 21.12.´09., kl 16:00- )

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.