Sjálfstæðismenn harma vinnubrögð vegna bæjarskrifstofu

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sendu skömmu fyrir jól frá sér bókun um lokun á bæjarskrifstofum á Norðfirði: ,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þau vinnubrögð sem höfð hafa verið við úrlausn málefnis bæjarskrifstofunnar í Neskaupstað.  Þrátt fyrir að hafa talað fyrir hagræðingu í yfirstjórn sveitarfélagsins, og viljað ganga lengst í þeim efnum, var það okkar tillaga að starfsfólk í Neskaupstað fengi aðstöðu í gamla bókasafninu, í störfum sínum fyrir sveitarfélagið. ...

Vinnubrögð meirihlutans og aðdragandi lokunarinnar er með þeim hætti að við getum ekki stutt lokaafgreiðslu málsins, og veljum því að sitja hjá.

 

Sign:

Valdimar O. Hermannsson

Jens Garðar Helgason

Sævar Guðjónsson

  (Þannig lagt fram á 64. Fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, mánudaginn 21.12.´09., kl 16:00- )

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar