Silkitoppur heiðra bæjarbúa með nærveru sinni

Silkitoppur eru virðulegir og fallegir fuglar og hafa á allra síðustu vikum verið áberandi í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þær eru furðu lítið styggar og flögra um í hópum. Sést hefur til allt að fimmtíu fugla hóps og í dag hélt stór hópur til við Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa.

ekktur_fugl.jpg

Í bókinni Fuglar á Íslandi, segir að Silkitoppa sé nokkuð svipuð stara að stærð og vexti og hratt, beint flugið sé einnig áþekkt. Hún er auðþekkt á breiðum toppi og rauðbrúnum til grábrúnum grunnlit. Þá hefur hún svartan blett á hálskverk og við augað, gult endabelti á stéli og gult, hvítt og rautt í væng. Fullorðnir fuglar þekkjast frá ungum á gulu/hvítu V á enda handflugfjaðra í stað hvíts útjaðars þessara fjaðra. Röddin er dillandi með fallegum klingjandi hljómi.

Silkitoppa verpir í furuskógunum nyrst í Evrópu, Síberíu og Ameríku. Utan varptíma lifir hún á berjum og það til sum ár að flakka í hópum út fyrir venjuleg vetrarheimkynni. Þar er líklega komin skýringingin á veru hennar á Austurlandi þessa dagana.

 

Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

silkitoppa.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.