Skip to main content

Seinustu sýningar á Ventlasvíni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2008 15:34Uppfært 08. jan 2016 19:18

 Innsetningarleikverið Ventlasvín, sem leikfélög Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og frú Normu standa að, verður sýnt í seinasta sinn í kvöld. Verkið er sýnt í gömlum vélasal Sláturhússins á Egilsstöðum.

Verkið gerist á mörkum lygi og raunveruleika. Kannski gerist það í élarrými kafbáts, kannski inni í höfði táningsstúlku eða í hugum og
hjörtum áhorfenda. Aðeins 21 áhorfandi kemst á verja sýningu vegna gríðarlega sérstaks sýningarrýmis. Sýnt verður klukkan 20:00 og 22:00 í kvöld.