Sauðfjárbændur í Fljótsdal styrktir til sæðinga
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. des 2008 17:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda. Frá þessu greinir í Bændablaðinu.
Frétt Bændablaðsins:
Ekki þarf að efa það að sæðingar hafa haft mikil og góð áhrif á kynbótastarfsemi í sauðfjárrækt á undnaförnum árum. Nú er svo komið að fjárbændur í Fljótsdal á Héraði fá styrk til að sæða sitt fé. Fjárræktarfélag Fljótsdalshrepps greiðir bændum helming þess kostnaðar sem til fellur. Var sú ákvörðun tekin á félagsfundi síðasta vetur og hefur mælst vel fyrir meðal bænda.Eiríkur J Kjerúlf á Arnheiðarstöðum er formaður félagsins og segir hann að þessi ákvörðun hafi verið tekinn í ljósi þess að fjárhagsstaða félagsins hafi verið býsna góð. „Félagið á svo sem engar milljónir í sjóðum. Það lá hins vegar niðri um nokkurt skeið og var ekki endurreist fyrr en fyrir nokkrum árum síðan. Það voru til sjóðir hjá félaginu sem að ávöxtuðust á meðan. Menn tóku síðan þá ákvörðun að fara þessi leið til að styðja við fjárræktarstarfsemi á félagssvæðinu.“
Mjög gagnlegt fyrir ræktunarstarfið