Síðasta sýningarhelgi á Sögum í mynd
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. júl 2008 21:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Sýningunni Sögur í mynd, sem staðið hefur á Skriðuklaustri frá maíbyrjun, lýkur um helgina.
Á sýningunni er teflt saman 25 grafíkverkum Elíasar B. Halldórssonar og
sögum eftir Gyrði Elíasson, en flestar myndanna urðu til sem
myndskreytingar við þær. Sýningin er hluti af stærra verkefni sem
Gunnarsstofnun og Grafíksetrið standa að og fyrr í sumar var einnig
haldin sýning á eldri grafíkverkum Elíasar í Grafíksetrinu á
Stöðvarfirði.