Rússneskur raftónlistarmaður á ferð um Austfirði

Rússneski raftónlistarmaðurinn Fjordwalker heldur þrenna tónleika á Austfjörðum í vikunni. Hinir fyrstu verða í Egilsbúð í kvöld.


Fjordwalker heitir réttu nafni Alex Polianin. Tónlist hans er draumkennd raftónlist og á tónleikum bætir hann myndverkum við hana.

Um tvö ár eru síðan hann hóf að koma fram undir þessu nafni og síðan hefur hann haldið yfir 200 tónleika í 17 löndum. Fyrsta platan hans, U Can More, kom út í desember 2015.

Í yfirstandandi tónleikaferð fer hann um sex lönd. Ferðin hófst í Lettlandi fyrir viku áður en hann hélt til Litháen og Þýskalands.

Hér á landi dvelur hann í tvær vikur og fer hringinn. Fjordwalker spilar í Egilsbúð í kvöld, Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld og á Kaffi Lárunni á Seyðisfirði á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Alex virðist hafa miklar mætur á Íslandi en hann er með 66°Norður húfu á öllum myndum. Hann heldur síðan áfram til Póllands og Hvíta-Rússlands áður en hann lýkur ferðinni í heimaborg sinni Yekaterinburg í Rússlandi í byrjun nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.