Þróttur Nes blakar til sigurs

Í dag fór fram spennandi blakleikur í íþróttahúsinu í Neskaupstað þegar Þróttur Neskaupstað og Þróttur Reykjavík mættust að nýju, en liðin léku líka í gær. Leikur dagsins fór 3 - 1 fyrir heimaliðinu, 25 - 22, 18 - 25, 25 - 18, 28 - 26.

530c1cf0-1245-490e-8b3c-777e2ebbb2c5.jpg

 

Á heimasíðu blakdeildar Þróttar Nes segir að sjá megi á tölunum að leikurinn var nokkuð jafn og mikil spenna undir lokin í fjórðu hrinunni. ,,Þróttur R gerði þó nokkuð af mistökum en þó færri en í gær. Austanstúlkur stóðu sig mjög vel og gaman að fylgjast með þeim. Þær áttu góða kafla í vörn og sókn og gaman að sjá svona ungar stúlkur standa sig vel í vörninni. Alls voru 78 áhorfendur mættir að horfa á leikinn.
Hjá Þrótti N var Miglena atkvæðamest með 26 stig, 23 úr sókn, 1 úr hávörn og 2 úr uppgjöf. Næstar voru Kristín Salín og Kristina báðar með 11 stig, 10 úr sókn og 1 úr uppgjöf. Hjá Þrótti R var það Lilja Jónsdóttir sem var atkvæðamest með 27 stig, 21 úr sókn, 3 úr hávörn og 3 úr uppgjöf. Næsta var Fjóla Svavarsdóttir með 9 stig, 4 úr sókn, 4 úr hávörn og 1 úr uppgjöf."

 

 

 

Ljósmynd/Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.