Þrír sóttu um sveitarstjórastarf á Borgarfirði

borg_eyst.jpgÞrír umsækjendur eru um starf sveitarstjóra í Borgarfirði eystra. Á hreppsnefndarfundi í gær var ákveðið að umsóknarfresturinn væri liðinn og verður ekki tekið við fleiri umsóknum. Umsækjendurnir verða boðaðir til viðtals síðar í vikunni.

Umsækjendur:

Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Akureyri.

Ásta Margrét Sigfúsdóttir, Borgarfirði eystra.

Jón Þórðarson, Akureyri.

 

Eins og áður hefur komi fram mun Steinn Eiríksson fráfarandi sveitarstjóri ljúka störfum eins fljótt og honum er kostur, vegna anna í fyrirtæki sínu Álfasteini.

Mynd: www.borgarfjordureystri.is 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.