Skip to main content

Ræningjar í Sláturhúsinu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2008 17:48Uppfært 08. jan 2016 19:18

Innbrot var gert í Sláturhúsið, menningarmiðstöð, á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins. Þetta mun vera í annað sinn á skömmum tíma sem innbrot er gert í Sláturhúsið, stutt er síðan þjófar höfðu þaðan verðmæti á brott.

Í aurum talið hefur samtals verið rænt fyrir andvirði rúmlega hálfrar milljón króna í innbrotunum tveimur. Í þetta skipti var ránsfengurinn Playstation leikjatölva og hljóðkerfi. Kristín Scheving, framkvæmdarstjóri Sláturhússins segir þetta kalla á aukna öryggisgæslu í húsinu. Það bitni svo aftur á þjónustunni en fjölmargir listamenn hafa haft mjög svo frjálsan aðgang að húsinu, á því verður nú breyting. Þetta kemur fram í fréttum www.ruv.is
 
Sjaldan hafa eins mörg innbrot verið framin á stuttum tíma á Austurlandi. Um helgina voru framin tvö innbrot á Reyðarfirði. 
 
Hugsanleg vitni eru beðin að snúa sér til lögreglunnar á Egilsstöðum. 
playstation.jpg