Skip to main content

Rændir veiðifengnum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. sep 2008 10:38Uppfært 08. jan 2016 19:18

Þrjár gæsaskyttur sem voru á veiðum á Fljótsdalsheiði fyrir skemmstu urðu fyrir þeirri óskemmtilegu veiðireynslu að hluta fengsins var rænt hálflifandi fyrir framan nefið á þeim.

 

„Við vorum búnir að skríða á eftir gæsahópnum í kortér, skutum eina og hún datt nánast dauð niður á veginn. Þar kom að stór jeppi, ökumaðurinn stoppaði, snaraðist út, snéri gæsina úr hálsliðnum og henti henni inn í bílinn,“ segir Bjarki Borgþórsson, sem var á veiðum ásamt Ívari Karli Hafliðasyni og Stefáni Erni Jónssyni. „Við hrópuðum og kölluðum að manninum að þetta væri okkar gæs en hann lét sem hann heyrði ekki í okkur. Ég vona að gæsin standi í honum!“