Skip to main content

Ríkið og Landsvirkjun sýknuð af kröfum landeigenda á Jökuldal

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jan 2009 13:10Uppfært 08. jan 2016 19:19

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa í Héraðsdómi Austurlands verið sýknuð af öllum kröfum eigenda jarðanna Arnórsstaðaparts, Arnórsstaða I og II á Jökuldal. Vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar tilheyra báðum jörðum. Stefán Ólason, Merki á Jökuldal, stefni ríkinu og Landsvirkjun vegna Arnórsstaðaparts, en Þorsteinn Snædal og Guðrún Ragna Einarsdóttir, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal vegna Arnórsstaða I og II.

jkla_vefur2.jpg

Stefnendur kröfðust þess að viðurkenndur yrði eignarréttur þeirra að orkunýtingarrétti vatns á jörðinni, þar með talið orkunýtingarrétti sem næmi skertu vatnsrennsli um jörðina vegna Kárahnjúkavirkjunar. Varakröfur stefnenda lutu að því að viðurkennt yrði að réttur þeirra samkvæmt síðar þinglýstum afsölum gengi framar rétti stefnda, íslenska ríkisins, samkvæmt afsali þinglýstu árið 1923 og að því frágengnu að viðurkenndur yrði eignarréttur þeirra að orkunýtingarrétti vatns á jörðinni, utan vatnsafls í fossum.

Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum stefnenda og felldi niður málskostnað. Halldór Björnsson dómstjóri kvað upp dóminn í gær.

jkla_vefur1.jpg

 

 

 

Ljósmyndir/Steinunn