Þórhallur með ljósmyndasýningu í Saltfisksetrinu

Þórhallur Pálsson, arkitekt, opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00. Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en að ætt og uppruna Austfirðingur. Útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum.

Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.

thp_mynd-1.jpg

Í þessari fyrstu einkasýningu ætlar Þórhallur að sýna okkur myndir af ýmsu sem er ekki sérlega stórt í raunveruleikanum, en er þar ef vel er að gáð.


Frítt er inn á sýninguna og er hún opin á opnunartíma Saltfisksetursins alla daga vikunnar frá 11:00- 18:00. Nánar á www.strympa.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.